Gallerí Sævar Karl
Eins og kunnugt er hefur Sævar Karl um árabil rekið gallerí samhliða verslun sinni á horni Bankastrætis og Ingólfsstrætis og þar hafa tugir listamanna sýnt verk sín. Nú hefur Sævar Karl flutt starfsemi sína í stærra húsnæði og opnað þar nýtt gallerí. Þetta gallerí er mun stærra og glæsilegra en áður og er óhætt að segja að með því hafi sýningaraðstaða í borginni batnað til muna. Húsnæðið er sérhannað til sýningahalds af Guðjóni Bjarnasyni arkitekt og myndlistarmanni, og mun það rúma margfalt stærri sýningar en Gallerí Sævars Karls gerði áður.

Eins og þeir þekkja sem á annað borð hafa fylgst með myndlistarlífinu á Íslandi hefur gengið illa að halda metnaðarfullum einkareknum galleríum gangandi. Hvort sem það hefur verið reynt í samvinnu listamanna eða af öðrum einstaklingum, hafa þessi gallerí alla jafna lognast útaf eftir nokkur ár. Sævari Karli hefur þó tekist vel að halda sinni starfsemi gangandi í litlu en fallegu hornherbergi í gömlu versluninni. Nú hefur hann stigið skrefið til fulls og lagt sérhannaðan sal undir liststarfsemi sína.

art.is er Sævari Karli til ráðgjafar um val á sýningum í þennan glæsilega nýja sal. Það er Jón Óskar sem ríður á vaðið en í framhaldi af sýningu hans koma aðrir og hefur sýningarhaldið þegar verið skipulagt fram á haustið. Fréttir verða sagðar af því jafnóðum hér á art.is vefnum.

Meðal annars mun Gallerí Sævars Karls taka þátt í Sjónþingum sem nú hafa verið endurvakin í samstarfi Gerðubergs og art.is, en þau hafa verið sterkur liður í myndlistarlífinu undanfarin ár. Sjónþingin munu verða snar þáttur í starfi þessara þriggja aðstandenda – Gerðubergs, Sævars Karls og art.is – á árinu sem er að hefjast.

Jón Óskar
Sýning: 9. janúar - 4. febrúar 1998
Margrét Blöndal
Sýning: 7. febrúar 7th - 4. mars 1998
Bjarni Sigurbjörnsson & Helgi Hjaltalín
Sýning: 7. mars 7th - 2. apríl 1998
listamenn
gagnrýni
gallerí
miðstöð
stofa
enska
e-mail