Ívar Brynjólfsson
Ljósmyndin er hugsun

Ljósmyndin er tilraun til að sýna það ósýnilega líkt og röntgenmyndir eða strikamerki. Hvað er í myndinni sem við sjáum en greinum ekki? Ljósmyndir sýna fyrst og fremst það sem við hugsum. Hugsun ljósmyndarans er þar á meðal. Ljósmyndir eru því ekki það sem við sjáum heldur það sem við hugsum. Og ekkert annað þar sem myndin hefur enga merkingu utan mannlegrar tilveru. Ljósmyndin er hins vegar alltaf önnur sýn, önnur sýn á það sem við ekki sjáum. Við sjáum ekki með augum ljósmyndarans, en við höfum aðgang að augum og hugsun hans í gegnum ljósmyndina.

Mér virðist sem að stundum gleymist að ljósmyndin getur ekki lifað án mannsins og hefur enga merkingu utan manlegrar tilveru. Ljósmyndin er í þeim skilningi forgengileg líkt og myndefni sem tilheyrir liðinni tíð á sömu stundu og myndin er kláruð. Og líkt og tíminn vinnur á manneskjunni, vinnur tíminn á skilningi hennar á myndefninu. Það sem vex þrífst á því sem undan hefur látið. Tíminn vinnur því ekki eingöngu á efnislegri tilvist myndarinnar heldur einnig á merkingu hennar. Ljósmyndarinn stendur aftur á móti utan við lýsandi orð myndarinnar. Myndin er lýst hugsun hans og verður kannski aldrei það sem hann ætlaði sér í hugum þeirra sem sjá myndina. Það er því ekki nóg að sjá með augum ljósmyndarans. Hann býður okkur upp á margræða einföldun á ferhyrndum fleti. Orðin hjálpa til við að einfalda þessa margræðni.

Fram á þenna dag hefur Íslendingum verið tamt að umgangast ljósmyndir líkt og þær eigi sér ekki fleiri líf en eitt og snúist eingöngu um myndir sem „eittvað sjáist á“. Ljósmyndir af engu eru hins vegar ekki til og ljósmyndin á sér ótal líf á sama tilverustiginu því sama myndi hefur oft margvíslega merkingu innan sama menningarsvæðis. Á það jafnvel við fyrir sama manninum. Sé litið til eldri ljósmynda sést t.d. að þær eiga sér eilíft líf og vafalaust hafa margar þeirra gengið í gegnum mörg tilverustig. Verið handfjatlaðar af nokkrum kynslóðum og notaðar í ólíku samengi í gegnum tíðina. Það er hugsunin sem gerir ljósmyndina að því sem hún er.


Sigurjón Baldur Hafsteinsson, mannfræðingur
í tilefni af sýningu Ívars Brynjólfssonar í Gallerí Ingólfsstræti 8, ágúst 1998

Landslag - jarðrask
Gallerí Sævars Karls, janúar 1994
Ívar Brynjólfsson er einn þeirra ljósmyndara sem af hve mestum þrótti hafa varist freistingum auglýsingamennskunnar. Sýningar hans eru gerólíkar flestu því sem aðrir íslenskir ljósmyndarar bera á borð. Í myndum hans fer saman sterk formræn ögun og skýr og frumleg listhugsun. Hann velur sér erfið verkefni og forðast ódýrar lausnir eins og heitann eldinn.
Myndir frá forseta-framboðinu 1996
Gallerí Ingólfstræti 8, ágúst 1996
Biðin er hér mest áberandi; kaffivélar, plastmál, kex, kökur, gosdrykkir og djúsvélar bíða eftir fólkinu, tilkynningar, kort og kosningaspjöld bíða þess að vera póstlögð, og símar eftir að vera notaðir. Blóm í gluggum og kerti á borðum verða í þessu umhverfi að táknum þeirra vona sem framboðin urðu til í, og áttu eftir að blómstra eða fölna þegar úrslitin voru ljós.
Myndir frá Garðabæ
Gallerí Hornið, apríl 1997
Það er nokkuð nöturleg mynd sem hér er dregin upp - það ríkir kuldi og kyrrstaða innan um hrörlegar byggingar, veggjakrot og gróðursnautt hraun. Slík sýn á mannlausa byggð er skiljanlega andstæð því sem við viljum flest halda fram um okkar heimabyggðir — og er þar beinast að vísa til sólríkra og litskrúðugra kynningarbæklinga ferðamálayfirvalda — en er engu síður jafnsönn fyrir það. Og hana má heimfæra upp á flest samfélög landsmanna.
An interview with
Ívar Bryjólfsson, 1997
Many find contemporary music extremely boring and turn off the radio or switch to another channel as soon as they hear it. But you must be patient if you want to learn how to appreciate it. The same holds true about contemporary fine art photography; it demands that you slow down and look at it differently from movies, magazines or newspapers.
listamenn
gagnrýni
gallerí
vefur
miðstöð
enska
e-mail